12.11.2007 | 07:55
Yfirvikt
Varð vitni að skondnu atviki í Leifsstöð í morgun, lítil og grannvaxin kona var með 25 kg í farangur.
Fyrir þessi 5 kíló átti hún að borga 5000 kr.
Maðurinn á eftir henni í röðinni var nálægt 2 metrum á hæð og vel feitur.
Gekk hann að afgreiðsluborðinu og spurði hversu mikið hann þyrfti að borga í yfirvikt, þar sem hann var augljóslega 70 til 80 kílóum þyngri en konan.
Það var fátt um svör.
Annars finnst mér að konum ætti að leyfast að vera með 10 kílóum meira í farangur en körlum.
Í fyrsta lagi eru þær sjálfsagt það mikið léttari að meðaltali og svo náttúrulega þráhyggjan um að fötunum líði illa einum heima og verði að koma með í öll ferðalög.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.