22.6.2007 | 11:11
Bloggið er ótrúlegt.
Það er alveg magnað hvaða upplýsingar eru settar fram á blogginu.
Nú hefur einn fyrrverandi kerfisstjóri hjá Háskólanum komið fram með upplýsingar um að einn af mest lesnu bloggurum landsins hafi safnað og dreift barnaklámi fyrir nokkurum árum.
Það er nokkuð auðvelt að komast að hver maðurinn er með að lesa færslu hans.
http://www.elias.blog.is/blog/athugasemdir/entry/243276/#comments
Lögreglan hafði vægast sagt takmarkaðan áhuga á þessum upplýsingum hans á sínum tíma.
Ekkert nýtt við það, smámál einsog barnaklám er ekkert til að æsa sig yfir á þeim bænum
Spurningin er..... verður þessu máli fylgt eftir á einhvern hátt núna??????
Athugasemdir
Er þér svo hjartanlega sammála. Mér er búið að vera óglatt síðan ég las þetta. Að svona skuli geta gengið án þess að einhverjar afleiðingar séu af því er ótrúlegt. Í hvaða potti erum við lent?
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2007 kl. 11:17
Ég er innilega sammála þér. Löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum málum fullum tökum.
Anna Karen Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 20:40
Því miður verður þessu ekki fylgt eftir núna því að málið er fyrnt!
Eva Þorsteinsdóttir, 22.6.2007 kl. 20:58
Ertu viss?
Er kannski miðað við fyrningu í lögum frá þeim tíma? Það er náttúrulega bara núna nýlega sem lögunum var breytt.
Anna Karen Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 21:19
Það er of langt um liðið, og á þeim tíma er þetta var voru ekki einu sinni til lög gegn barnaklámi....... þannig að það má segja að þetta hafi aldrei verið neitt mál!
Eva Þorsteinsdóttir, 22.6.2007 kl. 21:34
Það er virkilega ömurlegt.
Alltaf finnst mér eins og lögin standi með brotamönnunum og verndi þá í staðinn fyrir börnin.
Anna Karen Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.